top of page

Í tónlistarskólanum fer fram fjölbreytt skólastarf. Í boði er nám á átján mismunandi hljóðfæri auk þess sem boðið er uppá hliðargreinar í tónfræði, tónheyrn o.fl. þá er starfræktur forskóli fyrir 6-7 ára nemendur sem er undirbúningsnám fyrir frekara hljóðfæranám en nemendur eiga síðan kost á að skrá sig í tónlistarskólann frá 8 ára aldri. Í skólanum eru að jafnaði starfræktar lúðrasveitir, Junior Band og skólahljómsveit ásamt því sem ýmsir samspilshópar eru settir saman við ýmis tilefni. Tónleikar eru haldnir við ýmis tækifæri en fastir liðir eru jólatónleikar í desember og vortónleikar sem haldnir eru á skólaslitum að vori. Undanfarin ár hefur Tónlistarskóli Grundarfjarðar átt gott samstarf við grunnskólann og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Settar hafa verið upp tónsmiðjur auk þess sem þessir þrír skólar stóðu að viðamiklum söngleik sem bar nafnið Blúndubrók & Brilljantín og sýndur var í samkomuhúsi bæjarins fyrir fullu húsi nokkur skipri í röð. Þá hefur Stórsveit Snæfellsness verið starfrækt í Tónlistarskóla Grundarfjarðar undanfarin ár í samstarfi við ýmsa aðila en um er að ræða valáfanga sem boðið er upp á í fjölbrautaskólanum.

Skólastarfið

bottom of page